
Textaritun
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
14

5. Notkun valmyndarinnar
Símaaðgerðirnar eru flokkaðar í valmyndir. Ekki er öllum aðgerðum eða valkostum lýst
hér.
Í biðstöðu velurðu Valmynd og síðan viðkomandi valmynd og undirvalmynd. Veldu
Hætta eða Til baka til að fara út úr valmynd. Styddu á hætta-takkann til að fara beint
í biðstöðu. Til að breyta útliti valmyndarinnar velurðu Valmynd > Valkostir >
Aðalskjár valmynd..
6. Skilaboð
Hægt er að búa til og taka á móti skilaboðum á borð við texta- og margmiðlunarskilaboð.
Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustuna ef símafyrirtækið eða þjónustuveitan
styðja hana.
Texta- og margmiðlunarskilaboð
Hægt er að búa til skilaboð og hengja hluti á borð við myndir við þau. Síminn breytir
textaskilaboðum sjálfkrafa í margmiðlunarskilaboð þegar skrá er hengd við skeytið.
Textaskilaboð
Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri skilaboð
eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi
við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka
meira pláss en venjulegir stafir og takmarka þannig þann stafafjölda sem hægt er að
senda í einum skilaboðum.
Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir og í
hversu mörgum hlutum þarf að senda skilaboðin.
Áður en hægt er að senda texta eða tölvupóst með SMS-boðum, verður þú að vista númer
skilaboðatorgs. Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. > Textaboð >
Skilaboðamiðstöðvar > Bæta við miðstöð, sláðu inn nafn og númer frá
þjónustuveitu.
Margmiðlunarskilaboð
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir, hljóð- og myndskeið.
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð.
Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn
fer yfir þessa stærð getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með
MMS.