
Tengiliðir
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
18

8. Símtalaskrá
Til að skoða upplýsingar um símtöl, skilaboð, gögn og samstillingu skaltu velja
Valmynd > Notkunarskrá og svo einhvern af valkostunum sem eru í boði.
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að
vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga,
sköttum og öðru slíku.
9. Stillingar
Snið
Í símanum eru nokkrir stillingahópar sem kallaðir eru notandasnið. Með þeim er hægt
að velja hringitóna fyrir mismunandi tilvik og aðstæður.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið, sniðið sem þú vilt og svo einhvern af eftirtöldum
valkostum:
● Virkja — til að virkja valið snið
● Eigið val — til að breyta stillingum sniðsins
● Tímastillt — til að stilla sniðið þannig að það sé virkt í tiltekinn tíma. Þegar tíminn
er liðinn verður fyrra notandasniðið, sem ekki var tímastillt, virkt.
Tónar
Hægt er að breyta tóni þess sniðs sem er í notkun:
Veldu Valmynd > Stillingar > Tónastillingar. Þú finnur sömu stillingarnar í Snið
valmyndinni.
Ef þú velur hæsta styrk fyrir hringitóninn tekur það hann nokkrar sekúndur að ná þeim
styrk.
Skjár
Til að skoða eða stilla veggfóður, leturstærð, eða önnur atriði sem snúa að skjá símans,
veldu Valmynd > Stillingar > Skjástillingar.
Dagsetning og tími
Veldu Valmynd > Stillingar > Dagur og tími.
Veldu Dags- og tímastill. til að stilla tímann og dagsetninguna.
Til að breyta tíma- og dagsetningarsniðinu velurðu Snið dags og tíma.
Ef síminn á að uppfæra tímann og dagsetninguna sjálfkrafa í samræmi við tímabelti
velurðu Sjálfv. tímauppfærsla (sérþjónusta).