
microSD-minniskortið tekið úr
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið í miðri aðgerð þegar verið er að nota það.
Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu og
tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Ekki þarf að slökkva á símanum áður en kortið er tekið úr eða nýtt kort er sett í.
1. Gakktu úr skugga um að ekkert forrit sé að nota minniskortið.
2. Opnaðu minniskortaraufina.
3. Ýttu minniskortinu lítillega inn til að losa um það og taktu það svo úr.
4. Lokaðu minniskortaraufinni.