
Biðstaða
Síminn er í biðstöðu þegar hann er tilbúinn til notkunar en engir stafir eða tölur hafa
verið slegnar inn.
1 Sendistyrkur símkerfis
2 Hleðsla rafhlöðunnar
3 Heiti farsímakerfis eða skjátákn símafyrirtækis
4 Virkni valtakka
Vinstri valtakkinn er Flýtival til að skoða hvað er á flýtivísanalistanum. Þegar listinn er
skoðaður geturðu valið Valkostir > Valmöguleikar til að skoða atriðin eða
Valkostir > Skipuleggja til að raða þeim.