Skilaboðastillingar
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. til að segja upp skilaboðavalkosti.
● Almennar stillingar — til að láta símann vista send skilaboð, til að leyfa það að
skrifað sé yfir eldri skilaboð þegar skilaboðaminnið er fullt, og til að setja upp aðra
valkosti fyrir skilaboð
● Textaboð — til að leyfa skilatilkynningar, til að setja upp skilaboðamiðstöðvar fyrir
SMS og SMS-tölvupóst, til að velja stafgerðina og til að setja upp aðra valkosti fyrir
textaskilaboð
● Margmiðlunarboð — til að leyfa skilatilkynningar, velja útlit
margmiðlunarskilaboða, leyfa móttöku margmiðlunarskilaboða og auglýsinga og til
að setja upp aðra valkosti sem tengjast margmiðlunarskilaboðum
● Tölvupóstskeyti — til að leyfa móttöku skilaboða, til að stilla stærð mynda í
tölvupósti og til að stilla aðra valkosti sem tengjast tölvupósti
7. Tengiliðir
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í minni símans og á SIM-kortinu. Í símaminninu
getur þú vistað tengiliði með númerum og texta. Nöfn og númer sem eru vistuð á SIM-
kortinu eru auðkennd með
Til þess að bæta við tengilið velurðu Nöfn > Valkostir > Bæta við tengilið. Til að
bæta upplýsingum við tengilið skaltu ganga úr skugga um að minnið í notkun sé annað
hvort Sími eða Sími og SIM-kort. Veldu Nöfn, flettu að nafni og veldu Upplýs. >
Valkostir > Bæta v. upplýsingum.
Til að leita að tengilið velurðu Nöfn og flettir í gegnum tengiliðalistann eða slærð inn
fyrstu stafina í nafninu.
Til að afrita tengilið á milli minnis símans og SIM-kortsins velurðu Nöfn, flettir að
tengiliðnum og velur Valkostir > Afrita tengilið. Aðeins er hægt að vista eitt
símanúmer með hverju nafni á SIM-korti.
Til að velja SIM-kortið eða minni símans fyrir tengiliði, velja hvernig nöfn og símanúmer
tengiliða birtast, og til að skoða minnisrými fyrir tengiliði velurðu Stillingar.
Hægt er að senda og taka við tengiliðaupplýsingum einstaklings sem nafnspjaldi úr
samhæfu tæki sem styður vCard-staðalinn. Til að senda nafnspjald velurðu Nöfn, leitar
að þeim tengilið sem þú ætlar að senda upplýsingar um og velur Upplýs. >
Valkostir > Senda nafnspjald.