
á að nota efnið aftur. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Til að skoða möppurnar velurðu Valmynd > Gallerí.
12. Miðlar
Myndavél & myndupptaka
Þetta tæki styður 1600x1200 punkta myndupplausn.
Myndataka
Til að taka mynd velurðu Valmynd > Miðlar > Myndavél, eða flettir til hliðar ef kveikt
er á upptöku myndskeiða. Mynd er tekin með því að velja Mynda.
Flettu upp eða niður til að stækka mynd eða minnka hana.
Til að kveikja á tímastilli eða taka margar myndir í röð velurðu Valkostir og viðkomandi
valkost.
Veldu Valkostir > Stillingar > Tími forskoðunar til að stilla forskoðun og tímann.
Upptaka myndskeiða
Veldu Valmynd > Miðlar > Myndskeið til að velja upptöku myndskeiða. Veldu Taka
upp til að hefja upptökuna.
Hægt er að taka upp lengri myndskeið með því að stilla á minni gæði. Til að breyta
gæðastillingum og velja hámarkslengd fyrir myndskeið velurðu Valmynd > Miðlar >
Myndavél > Valkostir > Stillingar > Gæði myndskeiða eða Lengd myndskeiða.
FM útvarp
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða
aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu Valmynd > Miðlar > Útvarp eða haltu * inni í biðstöðu.