Nokia 5130 XpressMusic - Notendaþjónusta Nokia

background image

Notendaþjónusta Nokia

Sjá www.nokia.com/support eða vefsíðu Nokia í heimalandi þínu til að nálgast nýjustu

útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, skrár til niðurhals og þjónustu sem

tengist þessari vöru frá Nokia.

Stillingaþjónusta

Sæktu ókeypis stillingar fyrir MMS, GPRS, tölvupóst og aðra þjónustu fyrir símann þinn

á www.nokia.com/support.

Nokia Care þjónusta

Ef leita þarf til Nokia Care þjónustu er lista yfir þjónustuborð Nokia Care

á hverjum stað að finna á www.nokia.com/customerservice.

Almennar upplýsingar

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

8

Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Forstillta

númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta símann biðja um

númerið. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir

númerinu og síminn er læstur mun síminn þarfnast viðgerðar og því getur fylgt

aukakostnaður. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða seljanda

símans.

background image

Viðhald

Fyrir viðhaldsþjónustu má finna næsta Nokia Care þjónustuaðila á www.nokia.com/

repair.

2. Tækið tekið í notkun

SIM-kort og rafhlaða sett í

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og snertur þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf

að fara varlega með kortið þegar það er sett í eða tekið úr.

1. Ýttu á og renndu bakhlið símans niður og taktu hana af (1).
2. Taktu rafhlöðuna úr (2).
3. Settu SIM-kortið í festinguna þannig að snertur þess snúi niður (3).
4. Settu rafhlöðuna á sinn stað (4) og bakhliðina aftur á (5).

SIM-kortið tekið úr

Ýttu á fjöðrina til að losa um SIM-kortið (1) og renndu því svo út (2).

microSD minniskort sett í

Aðeins skal nota microSD minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki.

Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki

hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og

skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn styður microSD minniskort með allt að 2 GB geymslurými.